}
Fjallhressir teiknimyndaþættir þar sem krökkum á öllum aldri er boðið með í tónleikaferð um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrunum.
Maturity Level : all
Hingað eru komnar kappsömu lestirnar Villi, Kókó og Brúnó til að vinna í lestarkerfinu. Það er alltaf líf og fjör í kringum þessar þrjár ungu lestir og nóg um ævintýri á brautarteinunum. Þær lenda til dæmis í ógöngum á yfirgefnum stað, fara í safari, hjálpast að í vandræðum og komast að því að það er alls ekki svo hættulegt að fara á verkstæðið.
Sagan um Sigga sebrahest gerist á fallegri eyju þar sem Siggi og allir litríku félagar hans lenda í stórkostlegum ævintýrum. En ævintýraþrá Sigga á það til að leiða hann í vanda og þá er gott að eiga úrræðagóða vini sem nýta öflugt hugmyndaflug og sköpunargleði til að aðstoða – um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi.
Kötturinn Oggy er alveg einstaklega uppátækjasamur og víðförull en glímir við það vandamál að honum fylgja þrír kakkalakkar sem eiga það til að gera honum lífið leitt.