Norð Vestur I, fyrri hluti (2010) Norð Vestur rekur atburðarrás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð féll á bæinn aðfaranótt 26. október árið 1995. Áður en aðstoð barst Flateyringum voru þeir einir í nærri fimm klukkustundir að leita, finna og grafa upp nágranna sína, vini og ættingja - og skipuleggja aðgerðir.