Ólíkir styrkleikar Styrkleikar fólks eru ólíkir og fjölbreyttir. Sumir eru forvitnir á meðan aðrir eru fyndnir. Sumir eru góðir í íþróttum á meðan aðrir eru skapandi. Það getur verið gott að þekkja mismunandi styrkleika og ekki síst að þekkja sína eigin styrkleika. Elva segir okkur allt um styrkleika í þessum þætti.