FYRSTI ÞÁTTUR: LÖNG FÆÐING Fjallað er um þær bíómyndir sem gerðar eru frá fyrri hluta tuttugustu aldar fram undir lok sjötta áratugarins ásamt helstu heimildamyndum þessara tíma. Þarna má finna löngun til að takast á við hið nýja tjáningarform, kvikmyndina, af bjartsýni og áræði en einnig erfiðar aðstæður og brostna drauma.