ANNAR ÞÁTTUR: ÍSLENSKA KVIKMYNDAVORIÐ Hér er sagt frá þeim kvikmyndum sem kenndar eru við íslenska kvikmyndavorið svokallaða, um og uppúr 1980. Þá hófst regluleg framleiðsla íslenskra bíómynda og má kalla það sköpunarsprengingu þar sem margir lögðu hönd á plóg. Flestum var gríðarlega vel tekið af almenningi.