Undanfarin ár hefur mikið verið talað um sjálfbærni og að við þurfum að vera sjálfbær. En hvað er sjálfbærni eiginlega? Í þessum þætti fræðir Hjalti okkur um sjálfbærni.
Duration : 4m Maturity Level : all
Auðlind er uppspretta verðmæta. Dæmi um auðlindir á Íslandi er fiskurinn í sjónum og vatnsfallsorka. En eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið við getum nýtt auðlindirnar okkar? Hjalti segir okkur allt um auðlindanýtingu í þessum þætti.
Duration : 3m Maturity Level : all
Með svokölluðum vistsporum er hægt að meta hversu mikið af jörðinni, eða hversu margar jarðir, mannkynið þyrfti ef allir fylgdu ákveðnum lífsstíl. Í þessum þætti útskýrir Hjalti hugtakið vistspor.
Hvað eru gróðurhúsaáhrif? Í þessum þætti fjallar Hjalti um gróðurhúsaáhrifin og hvernig of mikil losun koltvísýrings hefur áhrif á jörðina okkar.
Þegar við tölum um umhverfismál skiptir máli hvaða orð við notum. Sum orð eru léttvægari en önnur og geta jafnvel gert lítið úr umræðuefninu. Í þessum þætti fer Hjalti yfir málin og útskýrir t.d. hvað orðið hamfarahlýnun þýðir.
Best er að nota sem minnst eða nota aftur ef hægt er - en skila til endurvinnslu þegar við höfum ekki lengur not fyrir hlutina. En af hverju? Í þessum þætti svarar Hjalti þeirri spurningu.
Vissir þú að þriðjungur þess matar sem framleiddur er fer beint í ruslið? 33%! Í þessum þætti fer Hjalti yfir sóun.
Betri auðlindanýting og minni úrgangur leiðir til minni losunar gróðurhúsalofttegunda. Þar skiptir hringrásarhagkerfið miklu máli. En hvað er hringrásarhagkerfi? Hjalti segir okkur allt um hringrásina í þessum þætti.
Það er mikið talað um umhverfisvitund þessa dagana. En hvað er umhverfisvitund?
Í þessum þætti tekur Hjalti saman hvað við getum gert saman til að reyna koma í veg fyrir óafturkræfar og stórfelldar loftslagsbreytingar.