Persónuverndarstefna Uppkast ehf.

Við leggjum mikið upp úr vandaðri meðferð og áreiðanlegri varðveislu persónuupplýsinga og skuldbindum okkur hverju sinni til þess að gera það í lögmætum tilgangi og/eða samkvæmt upplýstu samþykki. Í persónuverndarstefnu okkar viljum við upplýsa þig um hvernig við stöndum að söfnun, geymslu og vinnslu persónuupplýsinga.

Söfnun og notkun persónuupplýsinga
Það er nauðsynlegt fyrir okkur að kalla eftir og móttaka frá þér ýmsar persónuupplýsingar til þess að getað þjónustað þig með ásættanlegum hætti. Meðal slíkra upplýsinga er nafn, kennitala, heimilsfang, netfang, símanúmer o.fl. Mögulega þarf að kalla eftir frekari upplýsingum frá þér í tengslum við tiltekna þjónustu. Upplýsingar um viðskipti þín, s.s. eins og tegund þjónustu, áhorfsferill, streymisferill, upplýsingar um heimsóknir þínar í þjónustur okkar í gegnum svonefndar vefkökur (frekari upplýsingar um notkun okkar á vefkökum er að finna hér síðar í stefnunni), notandanafn og lykilorð, reikningssögu og önnur atriði sem tengjast reikningagerð eru líka vistaðar.

Við gætum þess hverju sinni að fylgja gildandi persónuverndarlöggjöf við vinnslu persónuupplýsinga þinna. Eini tilgangur notkunar þessara upplýsinga er til þess að geta veitt þér umbeðna þjónustu (m.a. að geta auðkennt þig sem viðskiptavin, geta tekið við greiðslum frá þér, til að tryggja öryggi allrar okkar þjónustu og koma í veg fyrir misnotkun, koma til þín tilkynningum og almennt eiga kost á því að veita þér þá þjónustu sem við höfum skuldbundið okkur til). Því til viðbótar kunnum við, að fengnu samþykki þínu, einnig að að nota uppýsingar til þess að bæta og þróa þjónustu okkar og í tengslum við markaðssetningu (s.s. með því að koma til þín tilboðum, fréttum og upplýsingum um nýjungar og breytingar á þjónustu okkar). Við vinnum einnig með persónuupplýsingar þínar þegar okkur ber skylda til þess samkvæmt lögum.

Persónuupplýsingar þínar eru einungis varðveittar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla tilgang vinnslu þeirra og/eða svo lengi sem okkur ber skylda til skv. gildandi lögum.

Veiting upplýsinga til þriðja aðila
Í vissum tilvikum kunnum við að veita þriðju aðilum upplýsingar um þig til að hægt sé að veita umbeðna þjónustu. Ef þriðji aðili er fenginn til að vinna tiltekið verk fyrir Uppkast sem felur í sér meðhöndlun persónuupplýsinga er gerður vinnslusamningur við þann aðila þar sem sett eru skilyrði um meðferð og öryggi gagna. Þá getum við veitt þriðja aðila upplýsingar að þinni beiðni.

Persónuvernd á vefsíðum okkar
Ekki er þörf á skráningu persónuupplýsinga þegar vefsíða okkar er heimsótt. Notkun á þjónustusíðum eins og Mínar síður er hins vegar eingöngu fyrir viðskiptavini okkar eftir innskráningu með notandanafni og lykilorði.

Þegar þú heimsækir vefsíður okkar skráum við upplýsingar um tenginguna, þ.e. IP-tölu, tegund vafra, tegund tækja og hvaða síður þú skoðar. Þessar upplýsingar notum við eingöngu í tölfræðilegum tilgangi til að bæta gæði vefsíðna og þjónustu.

Það kann að vera að við notum vefkökur (e. cookies) og sambærilega tækni til þess að safna upplýsingum um notkun þína á vefsíðu okkar. Gerir þetta okkur kleift að hanna vefsíðu okkar þannig að hún gagnist þér sem best. Nánari upplýsingar um vefkökur er að finna í vefkökustefnu okkar en hana má finna á vefsíðu félagsins.

Þinn réttur
Þú hefur alltaf heimild til að fá aðgang að þeim upplýsingum sem þú hefur afhent okkur, óska eftir leiðréttingu, breytingum, takmörkaðri notkun eða eyðingu gagna eftir því sem við á og rétt til þess að krefjast fluttnings persónuupplýsinganna frá okkur til annars aðila á rafrænu formi.

Ef þú telur að persónuupplýsingunum þínum hafi verið stefnt í hættu myndum við gjarnan vilja heyra frá þér við fyrsta tækifæri.

Ef þú hefur spurningar um vernd þinna persónuupplýsinga hafðu þá samband við okkur. Allar upplýsingar um hvernig best er að hafa samskipti við okkur er að finna á vefsíðu okkar.

Einnig er hægt að tilkynna atvik til eftirlitsstofnanna. Persónuvernd fer með eftirlit með meðferð persónuupplýsinga en þangað er hægt að beina kvörtunum ef grunur leikur á um að brotið hafi verið gegn fyrirmælum laga og reglna.

Breytingar á stefnunni
Persónuverndarstefna þessi kann að taka breytingum vegna nýrra lagafyrirmæla eða túlkunar eftirlitsstofnanna á framkvæmd laga um persónuvernd. Við mælum þess vegna með því að þú kynnir þér reglulega persónuverndarstefnu Uppkasts. Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð þann 11. nóvember 2021.