Í þessari þáttaröð fer Martin Swift frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands með okkur í ferðalag um heima vísindanna. Markmið þáttanna er að efla áhuga ungmenna á vísindum og miðla vísindalegri þekkingu á lifandi og skemmtilegan hátt.
Maturity Level : all
Í þessum þáttum ætlum við að velta fyrir okkur erfðum. Við ætlum að velta fyrir okkur hlutum eins og af hverju ákveðin einkenni foreldra birtast í afkvæmum og hvernig lögmál erfðanna valda því að við erum ólík en samt svo lík. Þáttastjórnandi er Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari.
Björgvin sýnir okkur klikkaðar tilraunir sem hægt er að gera í eldhúsinu.