Umhverfi, sögusvið, persónur og tími Hvað væri Lína Langsokkur án Herra Níels, Tomma og Önnu? Geturðu ímyndað þér Víti í Vestmannaeyjum án fótbolta? Og hvernig væri eiginlega Star Wars ef hún gerðist á miðöldum? Væri þá bara Ray og Kylo Ren að drepa mann og annan með víkingasverðum? Það gæti reyndar mögulega verið svolítið flott!