Heimildarmynd um íslenska refinn Eftir langan og kaldan vetur gýtur læða yrðlingum og þá hefst ævintýralegur lífsferill. Yrðlingar fæðast blindir, vandir af spena á tíundu viku og læra að bjarga sér. Tólf vikna gamlir tínast þeir að heiman og upp úr því bjarga þeir sér sjálfir.