Björgun og barátta varðskipsins Óðins Saga varð- og björgunarskipsins Óðins var samtvinnuð örlagaþáttum í sögu þjóðarinnar. Óðinn kom til landsins fyrir hálfri öld og tók þátt í öllum þorskastríðunum, klippti á togvíra 30 erlendra togara og lenti tíu sinnum í árekstrum við erlenda togara, freigátur og dráttarbáta.