Steinar í djúpinu Steinar í djúpinu er nýtt íslenskt leikverk, byggt á skáldheimi Steinars Sigurjónssonar, aka: Bugði Beygluson, Steinar á Sandi og Sjóni Sands. Hér er ekki um að ræða leikgerð á einu tilteknu verki, heldur sjálfstætt leikhúsverk sem sækir innblástur í allt hans höfundarverk.