Myrkfælna tröllið Búi Steinn er myrkfælinn tröllasveinn. Þegar hin tröllabörnin hlaupa út í nóttina til að leika sér þorir hann ekki að fara með þeim. En margt á eftir að breytast þegar Bergný, besta vinkona hans, snýr ekki aftur heim við sólarupprás. Ef tröll eru úti þegar sólin tekur að skína breytast þau í stein.