Algengar spurningar

Hvað er Uppkast?
Uppkast er íslensk streymisveita með fjölbreyttu efni þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að horfa á Uppkast bæði hér á vefnum, en líka í smáforritum í símum, spjaldtölvum og sjónvörpum sem keyra á Android eða Apple (iOS) stýrikerfum.
Í hverri viku kemur nýtt efni inn á Uppkast, ýmist nýtt eða eldra efni á borð við heimildarmyndir og barnaefni.

Hvað kostar áskriftin?
Áskriftin kostar 1.980 kr á mánuði fyrir einn samtímanotanda, 2.980 kr. fyrir tvo samtímanotendur og 3.980 kr. fyrir fjóra samtímanotendur.

Hvernig kaupi ég aðgang að tónleikum?
Þú finnur tónleikana inni á uppkast.is og gengur frá greiðslu. Síðan geturðu horft á vefnum eða í gegnum Uppkast smáforritin sem eru aðgengileg í App Store eða Play Store.

Hvernig segi ég upp áskriftinni?
Þú velur aðgangsstillingar á þínu svæði á uppkast.is og velur svo að hætta áskrift.

Hvernig efni er á Uppkast?
Efnið er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar má nefna matreiðsluþætti, fótboltaumfjöllun, uppistönd, fræðslu, barnabækur og margt fleira.
Allt efni á Uppkast er á íslensku.

Er barnaefni á Uppkast?
Á Uppkast má finna fjölbreytt barnaefni og í hverri viku kemur nýtt efni inn á áskriftarveituna. Þar má nefna barnabækur sem eru lesnar upp á meðan blaðsíðurnar eru á skjánum. Þá má finna talsett barnaefni inni á Uppkast.
Búðu til aðgang fyrir þín börn og þá birtist þeim aðeins efni við þeirra hæfi.