1. Almennt, gildissvið
Skilmálar þessir gilda um aðgang að og notkun á tæknilausnum Uppkasts ehf., kt. 570521-2090, og aðra þjónustu Uppkasts, þ.m.t. á vefsíðunni uppkast.is, smáforriti Uppkasts (app) eða með hvaða öðrum hætti sem Uppkast nýtir hverju sinni. Til einföldunar verður hér eftir talað um Uppkast ehf. og tæknilausnir Uppkasts einu nafni sem Uppkast.
Uppkast er rekstraraðili vefsíðunnar uppkast.is, undirliggjandi hugbúnaðar auk smáforrita (app) og annarra tæknilausna og forrita sem hægt er að setja upp í ólík tæki, s.s. síma, tölvur og sjónvörp, þar sem ólíkir aðilar, s.s. útgefendur, höfundar, efnisveitendur eða aðrir, geta gert efni aðgengilegt og þar sem notendur geta keypt áskrift sem felur í sér aðgang að því efni sem hlaðið hefur verið upp og gert aðgengilegt á miðlum Uppkasts. Nánar tiltekið er Uppkast verkvangur (e. platform) sem efnisveitendur geta nýtt og gert efni, í heild eða hluta, aðgengilegt Skilmálar þessir gilda um réttindi og skyldur Uppkasts annars vegar og efnisveitanda hins vegar. í skilmálum þessum merkir efnisveitandi sá aðili sem hleður upp efni á tæknilausnir Uppkasts og gerir aðgengilegt. Efnisveitandi getur þannig verið höfundur, framleiðandi, útgefandi eða dreifingaraðili, allt eftir eftir þeim réttindum sem efnisveitandi hefur til birtingar og dreifingar efnis hverju sinni. Efnisveitandi getur bæði verið einstaklingur og fyrirtæki. Ef efnisveitandi er einstaklingur þá skal hann vera a.m.k. 16 ára.
Hafi skilmálar þessi ekki verið samþykktir við nýskráningu efnisveitanda hjá Uppkast þá teljast þeir samþykktir þegar efnisveitandi hleður upp efni á tæknilausnir Uppkast í fyrsta sinn.
Semji Uppkast og efnisveitandi um frávik frá skilmálum þessum þá ganga þeir framar ákvæðum skilmálanna og gilda í viðskiptum Uppkasts og efnisveitanda, eftir því sem við á.
2. Aðgangur að tæknilausnum Uppkasts
Efnisveitandi sækir um aðgang að og leyfi til að nota tæknilausnir Uppkasts og þá þjónustu sem þar er í boði í samræmi við skilmála þessa og þau skilyrði sem Uppkast ákveður á hverjum tíma. Við fyrstu innskráningu gefur efnisveitandi upp nafn, kennitölu, heimili, netfang og gsm símanúmer. þá veitir hann einnig banka- eða greiðsluupplýsingar svo Uppkast geti komið greiðslum til efnisveitanda, eftir því sem við á. Loks ber efnisveitanda einnig að veita upplýsingar svo Uppkast geti gefið út afreikning samhliða greiðslu, s.s. VSK-númer ef við á. Efnisveitandi staðfestir að hafa samþykkt skilmála þessa og persónuverndarstefnu Uppkasts. Einnig getur efnisveitandi samþykkt að vera á póstlista Uppkasts. óheimilt að gefa upp rangt nafn eða aðrar rangar persónuupplýsingar, s.s. kennitölu, við stofnun aðgangs. þá er einnig óheimilt að misnota veittan aðgang að Uppkasti. Verði efnisveitandi uppvís á sviksamlegu athæfi verður það tilkynnt til viðeigandi yfirvalda. áskilur Uppkast sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang að Uppkasti ef grunur leikur á að efnisveitandi hafi orðið uppvís að falsa upplýsingar eða misnota aðgang að Uppkasti. Uppkast áskilur sér rétt til að gera þá kröfu að efnisveitandi sé með virkt netfang og rétthafar að því símanúmeri sem gefið upp í tengslum við stofnun aðgangs og notuð eru í samskiptum milli aðila. Uppkast gefur neitað að stofna til viðskipta við einstaka aðila, einstaklinga eða lögaðila. Uppkast þarf ekki að útskýra þá ákvörðun frekar, óháð því hvort skilyrði séu uppfyllt eða ekki.
Við samþykki nýskráningar fær efnisveitandi leyfi, þ.e. takmarkaðan afturkallanlegan notkunarrétt, til að nota tæknilausnir Uppkasts og þá þjónustu sem boðið er upp á hverju sinni. Með notkunarrétti öðlast efnisveitandi rétt til að gera efni aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts í samræmi við virkni hugbúnaðarins. Tæknilausnir Uppkasts eru staðlaðar og markaðssettar fjölda efnisveitenda og áskrifenda. Gögn sem verða til í tæknibúnaði Uppkasts, s.s. um spilun og áhorf, notendur og áskrifendur, eru eign Uppkasts.
Aðgangur efnisveitanda er bundinn við efnisveitanda og er efnisveitanda óheimilt að framselja réttinn eða veita öðrum aðilum aðgang eða notkunarleyfi að tæknilausnum Uppkasts.
3. ábyrgð efnisveitanda
Allt efni sem efnisveitandi gerir aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts er á ábyrgð efnisveitanda. í því felst að efnisveitandi ber ábyrgð á því að virða höfundarétt þriðju aðila, ef við á, og tryggja að það efni sem efnisveitandi birtir brjóti ekki gegn ákvæðum laga eða skilmálum Uppkasts eða rétti þriðja aðila og gæti sæmdarréttar.
Við mælum með að þú kynnir þér sérstaklega höfundaréttarlögin, þær reglur sem gilda um birtingu auglýsinga í hlaðvörpum og almenn viðmið varðandi umfjöllun um og auglýsingar ætlaðar börnum áður en þú hleður upp efni og fullvissir þig um að það efni sem þú ert að hlaða upp og birta stangist ekki á við ákvæði laga eða réttindi þriðja aðila. á það við hvort sem um er að ræða tónlist í bakgrunni, myndbútar eða annað efni. Gildir hið sama um auglýsingar eða aðra kostun sem fer í andstöðu við ákvæði fjölmiðlalaga, s.s. áfengi, tóbak, rafrettur, happdrætti, veðmál o.þ.h. Með því að hlaða upp efni á Uppkast staðfestir þú að hafa kynnt þér ákvæði höfundaréttarlaga, skilmála Uppkasts og þær kröfur sem Uppkast gerir til þess efnis sem birt er hjá Uppkasti.
Með því að hlaða efni á tæknilausnir Uppkasts (t.d. myndefni, hljóðskrár, texta, skilaboð, upplýsingar, tilvísanir, tengla, lýsingar, samantektir eða aðrar tegundir á efni) lofar efnisveitandi að efnisveitandi eigi eða hafi rétt til að birta efni og að birting efnisins brjóti ekki í bága við ákvæði skilmála Uppkasts, ákvæði laga eða hugverkum eða hvers konar réttindum annarra án skriflegs samþykkis þess aðila.
óheimilt er að vera með beina útsendingar, hvort sem um er að ræða frá viðburði eða kynningu, í gegnum tæknilausnir Uppkasts eða nýta tæknilausnir Uppkasts fyrir PPV myndbönd (þ.e. útsending þar greitt fyrir hvert áhorf) nema að undangengu sérstöku samkomulagi við Uppkast.
Allt efni, sem efnisveitandi gerir aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts er aðgengilegt án svæðisbundinna takmarkana. Efnisveitandi getur óskað eftir því, skriflega með sannanlegum hætti, að aðgangur að efni sé takmarkaður við tiltekið svæði.
Uppkast getur, en hefur enga skyldu til, að fylgjast með, fara yfir, breyta og fjarlægja efni sem efnisveitendur hlaða upp á tæknilausnir Uppkasts. í slíkum tilvikum áskilur Uppkast sér rétt til að fjarlægja efni eða loka fyrir aðgang efnisveitanda án frekari fyrirvara eða skýringa. óheimilt er að auglýsa eða tilkynna slíka birtingu nema að undangengnu samkomulagi við Uppkast.
Efnisveitandi skuldbindur sig til að halda Uppkast skaðlausu vegna hvers konar krafna sem beinast gegn Uppkasti vegna efnis sem efnisveitandi hefur hlaðið á tæknilausnir Uppkasts, hvort sem um er að ræða kröfur vegna brota á höfundarétti þriðja aðila eða vegna þess efnis sem efnisveitandi birtir. Skaðleysið er óháð því hvort um er að ræða kröfur frá íslandi eða öðrum löndum.
4. Rammasamningur við STEF
Uppkast hefur gert rammasamning við STEF sem gerir efnisveitendum kleift að hlaða tónlist upp á tæknilausnir Uppkasts án þess að þurfa að gera sjálfstæðan samning við STEF. Með samþykki skilmála þessara samþykkir efnisveitandi að vera bundinn af rammasamningi Uppkasts og STEF.
5. Tekjuskipting
á vefsvæði Uppkasts geta notendur, þ.m.t. hlustendur, skráð sig í áskrift í samræmi við þá valmöguleika sem eru í boði hverju sinni og greitt fyrir áskriftina til Uppkasts. Um aðgang notenda gilda áskriftar- og notendaskilmálar Uppkasts sem efnisveitandi staðfestir að hafa kynnt sér.
Tekjuskipting Uppkasts er þannig að tilteknu hlutfalli af áskriftartekjum, að frádregnum greiðslum til STEF og/eða öðrum greiðslum til annarra höfunda en efnisveitanda og án virðisaukaskatts, er skipt á milli þeirra efnisveitenda sem hafa hlaðið efni á Uppkast. Skiptingin er á milli efnisveitenda og tekur mið af spiluðum mínútum. Uppgjör á greiðslum til efnisveitanda fer fram mánaðarlega inn á þann reikning eða með þeim greiðslumöguleika sem efnisveitandi hefur valið, sbr. nánari lýsingu í 8.gr. Uppkast skal þó vera einhliða heimilt að skuldajafna eða halda eftir slíkum greiðslum til efnisveitanda gegn hvers konar kröfum sem Uppkast á á hendur efnisveitanda, s.s. vegna framkominna krafna á hendur Uppkasti vegna efnisveitanda, s.s. ef efnisveitandi hefur ekki tryggt sér réttindi að því efni sem hann hefur gert aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts.
Nánar tiltekið er tekjuskipting hvers efnisveitanda reiknuð þannig að fyrst eru tilteknar áskriftartekjur Uppkasts, að frádregnum STEF gjöldum og/eða öðrum greiðslum til annarra höfunda en efnisveitanda og VSK, í almanaksmánuði reiknaðar út. þá eru áskriftartekjur fyrir hverja spilaða mínútu reiknaðar m.v. heildarfjölda spilaðra mínútu í viðkomandi almanaksmánuði. Loks eru spilaðar mínútur fyrir hvert efni (þátt eða annað) í viðkomandi mánuði margfaldað með áskriftartekjum fyrir hverja spilaða mínútu í viðkomandi mánuði. þeirri fjárhæð er svo skipt á milli viðkomandi efnisveitanda og Uppkasts.
þeir efnisveitendur sem leggja til tilbúið efni til birtingar, þ.e. nýta sér ekki aðstöðu Uppkasts, fá 60% hlutdeild af reiknuðum áskriftartekjum þess efnis sem spilað er og þeir hafa hlaðið upp. þeir efnisveitendur sem nýta sér aðstöðu og búnað Uppkasts, þ.m.t. starfsfólk, ráðgjafa og verktaka, til að útbúa efni til birtingar fa 40% hlutdeild af reiknuðum áskriftartekjum þess efnis sem þeir hafa hlaðið upp og spilað er.
Einfalt dæmi: Spilaðar mínútur í heild á Uppkasti í viðmiðunarmánuði, þ.e. 1.1. til 31.1. eru 1.000.000 og áskriftartekjur Uppkasts, að frádregnum STEF gjöldum og/eða öðrum greiðslum til annarra höfunda en efnisveitanda og VSK, eru 20 kr. það þýðir að reiknaðar áskriftartekjur eru 20 kr. fyrir hverja spilaða mínútu.
Ef efni 1frá efnisveitanda 1, sem nýtir ekki aðstöðu Uppkasts, fær samtals 200.000 spilaðar mínútur þá eru reiknaðar heildartekjur af því efni 4.000.0000 kr. (200.000 x 20 kr.) sem skiptast þannig að efnisveitandi fær 60% eða 2.400.00 kr.
Ef efni 2 frá efnisveitanda 2, sem nýtir sér aðstöðu Uppkasts, fær samtals 500.000 spilaðar mínútur þá eru reiknaðar heildartekjur af því efni 10.000.0000 kr. (500.000 x 20 kr.) sem skiptast þannig að efnisveitandi fær 40% eða 4.000.00 kr.
Ef efni 3 frá efnisveitanda 3, sem nýtir sér ekki aðstöðu Uppkasts, fær samtals 300.000 spilaðar mínútur þá eru reiknaðar heildartekjur af því efni 6.000.0000 kr. (300.000 x 20 kr.) sem skiptast þannig að efnisveitandi fær 60% eða 3.600.00 kr.
Um breytingar á tekjuskiptingu og tekjuviðmiðum fer með sama hætti og um breytingar á skilmálum þessum, sbr. 8. gr. Breytt tekjuskipting eða breytt tekjuviðmið gildir þá um allt efni sem hlaðið er á Uppkast eftir gildistöku reglnanna.
6. Um höfundarétt Uppkasts
Uppkast heldur eignarrétti og höfundarétti að tæknilausnum Uppkasts. Höfunda- og eignaréttur nær yfir útfærslu allra tæknilausna Uppkasts, þ.m.t. vefsíðu Uppkasts, smáforrits (app) eða annars tæknibúnaðar, hvort sem varan skilgreinist sem tölvubúnaður, hugbúnaður eða þjónusta. Með samþykki skilmála þessara eða veitingu notkunarréttar felst ekki nokkur yfirfærsla á höfundarétti eða eignarrétti að nokkrum tæknilausnum Uppkasts til efnisveitanda.
Uppkast er einnig eigandi að vörumerkinu Uppkast, bæði orð- og myndmerki.
Efnisveitanda er algerlega óheimilt að eiga nokkuð við hugbúnað eða tæknilausnir Uppkasts þannig að brotið sé gegn höfundarétti Uppkasts og ber fulla ábyrgð gagnvart Uppkasti vegna brota sinna eða sinna umboðsmanna á höfundarétti, með aðgerðum eða aðgerðarleysi. Fer að öðru leyti um höfundarétt eftir lögum nr. 73/1972, um höfundarétt og þeim alþjóðlegu sáttmálum á sviði höfundaréttar sem ísland er aðili að og telst hluti af rétti landsins.
7. Um höfundarétt efnis sem birtist á Uppkasti og þagnarskylda
Efnisveitandi ber alla ábyrgð á virða höfundarétt þriðja aðila, rétt til dreifingar, útgáfu eða birtingar vegna þess efnis sem gert er aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts og að tryggja að efnisveitandi hafi rétt til að hlaða upp efni og gera efnið aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts.
Hvað varðar annað efni, þ.e. efni sem ekki er bundið réttindum þriðja aðila, þá liggur höfundaréttur að fullu hjá efnisveitanda nema ef Uppkast kemur að framleiðslu, uppsetningu og vinnslu þess efnis sem gert er aðgengilegt á tæknilausnum Uppkasts. í slíku tilviki skal höfundaréttur efnis skiptast til jafns á milli aðila, þ.e. helmingur hjá efnisveitanda og helmingur hjá Uppkast.
í öllum tilvikum þá veitir efnisveitandi Uppkasti, með því að birta efni og hlaða upp á tæknilausnir Uppkasts, óafturkallanlegan rétt til að birta og nota efnið, hvort sem er á íslandi eða annars staðar. þannig eru ekki aðgangstakmarkanir sem bundnar eru landsvæðum að efni sem birt er á tæknilausnum Uppkasts, nema um annað sé samið eða ákveðið af Uppkasti.
Með sama hætti veitir efnisveitandi Uppkasti heimild og rétt til að nota nafn efnisveitanda, ljósmynd af efnisveitanda og klippu/bút af aðgengilegu efni í kynningarskyni, ef Uppkast svo kýs, þ.m.t. á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Réttur þessi er ótímabundinn og gildir í öllum hugsanlegum miðlum um allan heim.
Báðir aðilar og starfsmenn þeirra, ef við á, hafa þagnarskyldu er varðar málefni gagnaðila sem þeir hafa fengið vitneskju um vegna starfa sinnar í tengslum viðskiptasamband aðila. þagnarskyldan gildir einnig eftir lok viðskiptasambands aðila.
8. Uppgjör
Uppgjör á greiðslum til efnisveitanda fer fram mánaðarlega og eigi síðar en 10. virka dag næsta mánaðar. Uppgjör fer þannig fram að Uppkast gefur út afreikning samhliða millifærslu til efnisveitanda og sendir á uppgefið netfang efnisveitanda. Uppsöfnuð uppæð þarf að hafa náð 10.000.- að lágmarki áður en uppgjör fer fram.
Uppkast ber enga ábyrgð ef annar en skráður efnisveitandi telur sig eiga hlutdeild í tekjum- eða tekjuskiptingu vegna spilunar efnis. Allar greiðslur Uppkasts fara til skráðs efnisveitanda.
Efnisveitandi ber ábyrgð á eigin skilum og greiðslu opinberra gjalda og að tilkynna Uppkasti um breytingar vegna viðtöku greiðslu eða útgáfu afreiknings. Efnisveitandi skal senda allar tilkynningar um breytingar Uppkasti með sannanlegum hætti.
9. Kostunar- og samstarfsaðilar
Uppkast heimilar efnisveitendum að kosta gerð efnis og er efnisveitanda heimilt að geta kostunaraðila í birtu efni og vera með kynningu á vörum eða tækjum sem notuð eru við gerð efnis, sbr. þó takmarkanir í 3. gr.
Efnisveitandi bera alfarið ábyrgð á uppgjöri, þ.m.t. skattskilum ofl., vegna greiðslna eða stuðnings frá kostunaraðilum sem og, eftir því sem við á, að gætt sé að opinberum leiðbeiningum vegna dulinna auglýsinga. þá bera efnisveitendur alfarið sjálfir á því að skrá efni sitt, svo sem ef um hlaðvörp er að ræða, hjá stjórnvöldum, s.s. fjölmiðlanefnd, ef efni efnisveitanda er með þeim hætti að þau falli undir eftirlit viðkomandi stjórnvalds.
10. Samfélagsleg ábyrgð, tilboð til notenda
Uppkast áskilur sér rétt að veita notendum (áskrifendum) tímabundna áskrift án endurgjalds með það að markmiði að auka fasta áskrifendur.
Einnig áskilur Uppkast sér rétt að veita fríaáskrift til samfélagshópa sem ekki eiga fjármuni til aðgangs af efni Uppkasts.
Efnisveitandi samþykkir að Uppkast hefur heimild til að veita notendum tímabundna áskrift án endurgjalds og er upplýstur um að notkun þeirra kann að hafa áhrif á tekjuskiptingu þar sem um er að ræða notkun (spilun) notenda án endurgjalds til Uppkasts og efnisveitanda, hvort heldur sem er til hækkunar eða lækkunar.
11. Uppsögn, vanefndir
Efnisveitanda er heimilt að slíta viðskiptasambandi sínu við Uppkast fyrirvaralaust. Uppsögn skal tilkynnt með sannanlegum hætti. Uppkasti er heimilt að segja upp aðgangi efnisveitanda að Uppkasti með 15 daga fyrirvara.
Ef samningi er sagt upp hefur Uppkast einkarétt á að nýta það efni sem hlaðið hefur verið á Uppkast í sex mánuði frá uppsögn, en þó gegn tekjuskiptingu með efnisveitanda á því sex mánaða tímabili. Eftir þann tíma er efnisveitanda heimilt að birta eða gera það efni aðgengilegt með öðrum hætti, s.s. á öðrum verkvangi. Framangreindur réttur efnisveitanda til að birta efni án samþykkis Uppkasts á ekki við í þeim efnum þar sem höfundaréttur að efni er til jafns hjá Uppkasti og efnisveitanda, sbr. 7. gr. skilmálanna. í þeim tilvikum þarf samþykki Uppkasts og efnisveitanda til að gera efni sem er varið höfundarétti efnisveitanda og Uppkasts aðgengilegt hjá öðrum en hjá Uppkasti.
óski efnisveitandi eftir að efni sem unnið hefur verið af eða í samstarfi við Uppkast sé tekið úr birtingu af Uppkast tafaralaust skal efnisveitandi greiða helming af sannanlegum framleiðslukostnaði vegna efnisins að frádregnum nettó tekjum Uppkast af efninu.
Uppkasti er heimilt, hvenær sem er og án fyrirvara, að loka aðgangi aðila að kerfum eða tæknilausnum Uppkasts og eftir atvikum eyða honum verði efnisveitandi uppvís að brotum á þessum skilmálum, misnoti kerfi Uppkasts eða hegði sér á þann hátt að augljóst er að viðkomandi getur ekki eða ætlar ekki að uppfylla ákvæði þessara skilmála. Tilkynning um lokun verður send á netfang efnisveitanda. Hið sama gildir ef efnisveitandi er að auglýsa eða kosta ólöglegt efni, sendir viðskiptaboð eða gerir efni aðgengilegt ólögráða börnum.
Sem dæmi um verulegar vanefndir efnisveitanda má nefna að (i) efnisveitandi óskar greiðslustöðvunar, árangurslaust fjárnám er gert í eignum efnisveitanda, efnisveitandi krefst gjaldþrotaskipta eða þeirra er krafist af öðrum, efnisveitandi leitar nauðasamninga eða félagaslit eru ákveðin, ef efnisveitandi er félag, (ii) efnisveitandi veitir þriðja aðila aðgang að hugbúnaði Uppkasts eða birtir efni sem ætlað er að selja vöru eða þjónustu í eigu þriðja aðila, eða selur, auglýsir (þ.m.t. með duldum auglýsingum) eða kostar vöru og þjónustu sem óheimilt er á íslandi eða ef verið er að gera efni aðgengilegt sem er andstætt almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi eða lífi og heilsu.
Við verulega vanefnd efnisveitanda er Uppkasti heimilt að loka fyrir aðgang efnisveitanda að tæknilausnum Uppkasts án frekari tilkynningar.
12. ábyrgð á tjóni
Uppkast ber ekki ábyrgð á tjóni sem efnisveitandi verður fyrir nema það megi rekja til saknæmrar háttasemi starfsmanna Uppkasts við framkvæmd starfa sinna. Uppkast ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af (i) rangri, villandi eða misvísandi upplýsingum frá efnisveitanda, (ii) óviðráðanlegum atvikum, s.s. bilunum, truflunum eða óvirkni fjarskiptabúnaðar, náttúruhamförum, stríði, hryðjuverkum, skemmdarverkum, borgaralegum óeirðum, samskiptum eða tölvuaðstöðu, viðskiptabönnum, verkföllum, lögum og reglum stjórnvalda, samtaka eða stjórnvalda á alþjóðavettvangi og öðrum sambærilegum atvikum sem Uppkast gat ekki með réttu séð fyrir og hindrað, (iii) lögákveðnum skyldum Uppkasts, (iv) öðrum óviðráðanlegum atvikum sem rjúfa, trufla eða hindra að hluta eða öllu leyti þá þjónustu sem Uppkast veitir án þess að slíkir atburðir flokkist undir óviðráðanleg atvik (force majeure)
Uppkast ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á tæknilausnum Uppkasts né tjóni sem rekja má til þess að ekki var hægt að nota tæknilausnir Uppkasts um skemmri eða lengri tíma.
þá ber Uppkast ekki ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem kann að orsakast af tæknilegum bilunum eða villum í hugbúnaði, stýrikerfum, netkerfum, fjarskiptakerfum, rofi eða truflunum í slíkum kerfum, rafmagnsleysi, bilunum og truflunum í tækjum og vélbúnaði hvort sem slíkur búnaður er í eigu eða notaður af Uppkasti eða notaður af hálfu annarra. Efnisveitandi getur ekki krafið Uppkast um bætur vegna tjóns, beins eða óbeins, vegna sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna, sbr. 40. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti. Ef framangreind tilvik koma í veg fyrir að Uppkast geti staðið við samningsskyldur sínar við efnisveitanda, í heild eða að hluta, og skal þá skylda Uppkasts frestast þar til framangreindu ástandi léttir og hægt er að framkvæma þau. Ef framangreint ástand leiðir til þess að ekki er hægt að inna af hendi greiðslur eða taka við greiðslum í samræmi við samningsskyldur, skulu slíkar greiðslur frestast.
13. Persónuupplýsingar
Með því að stofna aðgang hjá Uppkasti veitir efnisveitandi ótvírætt samþykki sitt fyrir því að Uppkasti sé heimilt að vinna þær persónuupplýsingar sem efnisveitandi hefur skráð með þeim hætti sem Uppkast telur nauðsynlegt. Með samþykki er átt við að efnisveitandi hefur gefið sérstaka, ótvíræða yfirlýsingu af fúsum og frjálsum vilja um að hann/hún sé samþykkur vinnslu tiltekinna upplýsinga um sig og að efnisveitanda sé kunnugt um tilgang hennar, hvernig hún fari fram, hvernig persónuvernd verði tryggð, og um að honum/henni sé heimilt af afturkalla samþykki sitt. á heimasíðu Uppkasts er að finna persónuverndaryfirlýsingu Uppkasts þar sem fram kemur hvernig Uppkast umgengst persónuupplýsingar um efnisveitanda og hvaða réttindi efnisveitandi á varðandi upplýsingarnar.
Til að efna samning við efnisveitanda og notanda þá mun Uppkast miðla upplýsingum um efnisveitaanda til notanda. Uppkast ber ekki á meðferð persónuupplýsinga hjá notanda.
í þeim tilvikum þar sem efni frá efnisveitanda felur í sér miðlun persónuupplýsinga um þriðja aðila, s.s. nafn annars en efnisveitanda o.þ.h., skal efnisveitandi ábyrgjast gagnavart Uppkasti að efnisveitandi hafi heimild (s.s. ótvírætt samþykki) fyrir vinnslu persónuupplýsinganna. Ef slíkar persónuupplýsingar reynast rangar eða efnisveitandi hefur ekki samþykki fyrir miðlun persónuupplýsingana þá skal efnisveitandi að halda Uppkasti skaðlausu vegna alls tjóns sem af slíku kann að leiða.
Stöðvi efnisveitandi notkun tímabundið eða hættir til lengri tíma áskilur Uppkast sér rétt til að eiga í markaðssamskiptum við viðkomandi í gegnum síma, SMS, markpóst (póstlistar) eða tölvupóst, í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga nr. 90/2019 og fjarskiptalaga nr. 81/2003. Með því að gerast efnisveitandi og undirgangast þannig þessa skilmála óskar efnisveitandi eftir slíkum markaðssamskiptum og heimilar Uppkasti þau þrátt fyrir ákvæði framangreindra laga. Efnisveitanda er heimilt að afþakka slík markaðssamskipti með sama hætti og áskrift er sagt upp.
14. Notendaupplýsingar
Efnisveitanda ber skýlaus skylda til að tryggja leynd notendanafns og lykilorðs sem efnisveitandi lætur í té eða fær við stofnun aðgangs að Uppkasti. Ef minnsti grunur er um að óviðkomandi aðili hafi komist yfir notendanafn og eða lykilorð skal efnisveitandi strax skipta um lykilorð og tilkynna til Uppkasts ef hann verður var við tilraunir til aðgangs frá óviðkomandi aðilum.
Efnisveitandi ber alla ábyrgð á eigin notendaupplýsingum og Uppkast ber enga ábyrgð ef þriðji aðili kemst yfir upplýsingarnar.
15. Markaðssetning / Auglýsingar
Uppkast áskilur sér þann rétt að nýta allt efni sem hlaðið er inn á vefsvæði Uppkasts til að markaðssetja Uppkast án greiðslu til efnisveitanda. Uppkast einnig áskilur sér rétt til birtinga á auglýsingum án greiðslu til efnisveitanda.
16. Breytingar á skilmálum
Uppkast áskilur sér rétt til að breyta ákvæðum skilmála þessara, í heild eða hluta, enda verði efnisveitanda tilkynnt um það. Að senda nýja skilmála í tölvupósti eða birting á vefsvæði Uppkasts telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að efnisveitandi hafi samþykkt breytinguna og nýja skilmála ef hann hleður upp efni á Uppkast eftir að tilkynning um breytingu hefur verið send eða birt.
Efnisveitanda ber að tilkynna Uppkasti þegar í stað verði breytingar á skráðum upplýsingum svo sem heimilisfangi, símanúmeri eða netfangi. Vanræksla efnisveitanda á tilkynningu getur leitt til þess að aðgangi verði lokað en á meðan breytingar hafa ekki borist getur Uppkast ekki ábyrgst að tilkynningar eða greiðslur berist efnisveitganda. Tilkynningar Uppkasts til efnisveitanda eru sendar með SMS-skeyti, tölvupósti eða bréfi á það heimilisfang, símanúmer eða netfang sem efnisveitandi hefur gefið upp.
17. ágreiningur
Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur á milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim skal reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
18. Gildistími
Skilmálar þessir taka gildi 20. ágúst 2021