Siggi Sebrahestur Sagan um Sigga sebrahest gerist á fallegri eyju þar sem Siggi og allir litríku félagar hans lenda í stórkostlegum ævintýrum. En ævintýraþrá Sigga á það til að leiða hann í vanda og þá er gott að eiga úrræðagóða vini sem nýta öflugt hugmyndaflug og sköpunargleði til að aðstoða – um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi.