Æfingar Ólafar Ólöf Steingrímsdóttir einkaþjálfari starfar hjá World Class og býr yfir áralangri reynslu af bæði íþróttum og lyftingum. Hún æfði fimleika í sextán ár ásamt bardagaíþróttum en í dag rekur hún fyrirtækið Tactical Training ehf. Í þáttunum fer Ólöf yfir helstu atriði hvað varðar lyftingaræfingar og hvernig best sé að beita sér við styrktarþjálfun.