Gaman saman Mæðgurnar Ásdís og Júlía eru forvitnir föndrarar sem finnst gaman að syngja og skapa. Í þessari þáttaröð fylgjumst við með þeim baka, rækta, elda og skapa allt á milli himins og jarðar.