Ferðalok Þættirnir Ferðalok fjalla um atburði úr Íslendingasögum og fornminjum sem þeim tengjast. Rýnt er í sögu forfeðranna og munu fornminjar sem og munnmælasögur gefa innsýn í liðinn tíma. Markmið þáttanna er að gera fornsögurnar sýnilegri almenningi á fræðilegan og skemmtilegan hátt og kanna jafnframt sannleiksgildi sagnanna. Þar munu fræðin standa andspænis eigin aðferðafræði og þurfa að glíma við svör sem enginn hefur getað svarað fram til þessa.