Þrátt fyrir að helsta hlutverk beina sé að halda líkamanum uppi að þá eru beinin líka geymsla fyrir kalk og önnur steinefni sem líkaminn þarf nauðsynlega á að halda. Í þessum þætti fræðir Páll Steinar okkur um beinheilsu.
Duration : 2m Maturity Level : all
Hvað er hreyfing? Hvaða áhrif hefur hún á líf okkar? Í þessum fyrsta þætti af Hraustleikunum gefur Páll Steinar okkur góð ráð um hreyfingu.
Duration : 3m Maturity Level : all
Hvaða mat eigum við að borða? Hvað er hollur matur? Hvað eigum við að borða mikið? Í þessum þætti spjallar Páll Steinar um næringu.
Svefn er okkur öllum mjög mikilvægur. Í þessum þætti fer Páll Steinar yfir það hvers vegna svefn er mikilvægur og hvað við getum gert til að sofa betur
Vissir þú að mannslíkaminn er að miklu leyti gerður úr vatni? En skiptir vatnsdrykkja miklu máli fyrir okkur? Páll Steinar segir okkur meira um málið í þessum þætti.
Það er bara gott að sitja sem mest og lengst án þess að hreyfa sig. Eða hvað? Í þessum þætti segir Páll Steinar okkur frá afleiðingum of mikillar kyrrsetu.
Við vitum öll að við þurfum að bursta tennurnar, en af hverju? Hversu oft á maður að bursta tennurnar? Hvað skiptir máli fyrir heilsu tannanna?
Það hafa flestir heyrt talað um bein, vöðva og brjósk. En hvaða hlutverki gegna þessir hlutir í líkamanum okkar? Páll Steinar segir okkur allt um málið.
Vissir þú að það eru ekki allir með jafn marga vöðva? Sumir eru t.d. með vöðva í hægri framhandleggnum sem heitir palmaris longus en aðrir ekki. Í þessum þætti segir Páll Steinar okkur allt um vöðva.