Steinunn og Eygló frá Stígamótum fara yfir heilbrigð og óheilbrigð sambönd og hvað við þurfum að hafa í huga í samskiptum okkar við hvort annað.
Maturity Level : all
Einelti er samfélagslegt og menningarlegt mein og er ofbeldi sem ætti ekki að þrífast neins staðar. Brynja og Hafdís fara yfir í þessari þáttaröð hvað einelti er og hver helstu einkenni eineltis. Svo hvað er til ráða þegar við verðum vitni að einelti?
Elva Ágústsdóttir, sálfræðingur, fjallar um sjálfsmynd, sjálfstraust, sjálfsmat og hvernig við getum styrkt okkur sem einstaklingar. Hún fjallar um það hvernig við getum tekist á við ótta og prófað nýja hluti með því að stíga út fyrir þægindarammann.
Velkomin í Hraustleikana, þar sem þið keppið við ykkur sjálf í hreysti og heilbrigði! Hvað er hollur matur? Hversu lengi á maður að sofa? Hvað á maður að hreyfa sig mikið? Páll Steinar, sjúkraþjálfari, svarar þessum spurningum og mörgu öðru í Hraustleikunum, þáttaröð um heilsu og heilbrigt líferni.
Fjárhættuspil geta verið spennandi en þau geta einnig valdið okkur skaða. Hjalti fer í þessari seríu yfir fjárhættuspil, fíkn og hvað er til ráða ef þú eða einhver sem þú þekki lendir í spilafíkn.
Vissir þú að þú ert áhrifavaldur? Um leið og þú komst í heiminn hafðir þú áhrif á umhverfið þitt. Í þessari þáttaröð fer Hjalti Halldórsson yfir mismunandi hlutverk okkar í samfélaginu og hvernig fjölskyldan og samfélagið mótar okkur.
Í þessari þáttaröð fer Atla yfir ýmis atriði sem tengjast kynhneigð, kynvitund, kynleiðréttingum og réttindabaráttu hinsegin fólks.
Í þessum þáttum fjallar andlegi einkaþjálfarinn Rakel um andlega heilsu. Hún fjallar um öndun, núvitund, hugleiðslu og gefur góð ráð um það hvernig hægt sé að huga að andlegu heilsunni.