Hjalti fer með okkur hratt yfir sögu mannskyns
Maturity Level : all
Elva Ágústsdóttir, sálfræðingur, fjallar um sjálfsmynd, sjálfstraust, sjálfsmat og hvernig við getum styrkt okkur sem einstaklingar. Hún fjallar um það hvernig við getum tekist á við ótta og prófað nýja hluti með því að stíga út fyrir þægindarammann.
Lalli töframaður sýnir og útskýrir fyrir okkur hvernig á að gera ótrúlegustu hluti! eins og að hella upp á kaffi eða vaska upp!
Einelti er samfélagslegt og menningarlegt mein og er ofbeldi sem ætti ekki að þrífast neins staðar. Brynja og Hafdís fara yfir í þessari þáttaröð hvað einelti er og hver helstu einkenni eineltis. Svo hvað er til ráða þegar við verðum vitni að einelti?
Hver var Egill Skallagrímsson? Hver var Guðrún Ósvífursdóttir? Hversu sterkur var Grettir sterki? Þeir Oddur og Hjalti segja okkur allt um Íslendingasögurnar í þessari skemmtilegu þáttaröð.
Hvað er víkingur og hvernig var lífið á víkingaöld? Í þessari þáttaröð fer Stefán Andri Gunnarsson með okkur í ferðalag um heim víkinganna.
Til hvers er lýðræði mikilvægur partur af okkar samfélagi? Hjalti fer yfir með okkur hvers vegna lýðræði er mikilvægt og hvernig það virkar
Hefur þú einhvern tíma horft á eld loga í eldstæði, fundið hitann og séð hvernig eldiviðurinn tekur breytingum? Hefur þú pælt í því hvað er að gerast þegar eldur logar, þegar viðurinn brennur, hverfur og skilur eftir sig ösku? Í þessari þáttaröð fer Björgvin Ívar með okkur um heima efnafræðinnar.