Hvað væri Lína Langsokkur án Herra Níels, Tomma og Önnu? Geturðu ímyndað þér Víti í Vestmannaeyjum án fótbolta? Og hvernig væri eiginlega Star Wars ef hún gerðist á miðöldum? Væri þá bara Ray og Kylo Ren að drepa mann og annan með víkingasverðum? Það gæti reyndar mögulega verið svolítið flott!
Duration : 5m Maturity Level : all
Hver er fléttan í þinni uppáhalds bók? Er sögumaðurinn þar alvitur eða með takmarkaða vitneskju? Hvernig er frásagnarstíllinn? Í þessu myndbandi lítum við á fléttur, sögumenn og mismunandi frásagnarstíla.
Duration : 4m Maturity Level : all
Hefur þú einhvern tímann verið að lesa bók, horfa á mynd eða hlusta á lag og fengið á tilfinninguna að þú vitir hvað er að fara að gerast næst? Ef svo er, þá hefur þú upplifað það sem köllum bókmenntalegt minni. Í þessum þætti segir Hjalti okkur allt um málið.