Víkingaöldin er tímabil sem hefst með árásinni á kirkjuna í Lindisfarne í Englandi árið 793. En hvernig var daglegt líf víkinga? Voru þeir allir morðóðir ribbaldar með hornótta hjálma? Stefán Andri segir okkur allt um víkinga í þessum þætti.
Duration : 3m Maturity Level : all
Víkingar eru þekktir fyrir að hafa verið ógurlegir vígamenn sem sigldu á skipum sínum um víða veröld og rændu og rupluðu. Í þessum þætti veltir Stefán Andri fyrir sér mikilvægri spurningu: Voru víkingar í nærbuxum á meðan þeir rændu og rupluðu?
Duration : 2m Maturity Level : all
Víkingum er oftast lýst sem miklum bardagamönnum sem flestir áttu þá ósk heitasta að deyja í bardaga. En hvernig dóu flestir víkingar?
Það voru til margir frægir víkingar og voru margir þeirra voru með skemmtileg viðurnefni. Einn af þeim frægari er líklega Ragnar loðbrók. En af hverju er hann kallaður „loðbrók“ og var hann til í alvörunni? Stefán Andri segir okkur allt um Ragnar í þessum þætti.
Duration : 4m Maturity Level : all
Á landnámstímum stunduðu menn ýmsar íþróttir og höfðu ýmis áhugamál. En var það allt sem víkingar gerðu í frítímanum sínum?
Á víkingaöld var ekkert Netflix, engir snjallsímar og varla til bækur. Hvað gerðu börn eiginlega á þessum tíma? Hvernig var að vera barn á víkingaöld?
Ísland var numið á því tímabili sem er oft kallað víkingaöldin og þeir sem bjuggu á Norðurlöndunum kallaðir víkingar. En voru allir Íslendingar víkingar?