Allt í kringum okkur er orka, en hvað er orka og hvernig verður hún til? Í þessari þáttaröð fer Hjalti yfir allt sem tengist orku!
Maturity Level : all
Áhugaverðir molar um stjörnufræði í samstarfi við Stjörnufræðivefinn.
Í þessum þáttum ætlum við að velta fyrir okkur erfðum. Við ætlum að velta fyrir okkur hlutum eins og af hverju ákveðin einkenni foreldra birtast í afkvæmum og hvernig lögmál erfðanna valda því að við erum ólík en samt svo lík. Þáttastjórnandi er Björgvin Ívar Guðbrandsson, kennari.
Í þessum þáttum kynnir Lalli okkur fyrir fjölbreyttum dýrategundum á sinni einstaka hátt. En verkefnið er ekki einfalt og þarf hann oft að takast á við flókin verkefni til þess að komast að heimkynnum dýranna.
Hefur þú einhvern tíma horft á eld loga í eldstæði, fundið hitann og séð hvernig eldiviðurinn tekur breytingum? Hefur þú pælt í því hvað er að gerast þegar eldur logar, þegar viðurinn brennur, hverfur og skilur eftir sig ösku? Í þessari þáttaröð fer Björgvin Ívar með okkur um heima efnafræðinnar.
Mannslíkaminn er magnað fyrirbæri. En hvernig virkar hann? Í þessari þáttaröð segir Elín Edda Sigurðardóttir okkur allt um undur mannslíkamans.
Sjórinn í kringum Ísland iðar af lífi. Í þessari þáttaröð fjallar Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, kennari, um lífið í sjónum við Ísland og mikilvægi þeirra verðmæta sem þar leynast.
Allt í kringum okkur eru alls kyns lífverur, stórar og smáar. Jörðin okkar iðar af lífi. En hvernig lífverur eru þetta? Hvað einkennir þær? Hvernig eru þær ólíkar? Í þessari þáttaröð fer Gauti Eiríksson yfir flokkun lífvera.
Í þessari þáttaröð fer Martin Swift frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands með okkur í ferðalag um heima vísindanna. Markmið þáttanna er að efla áhuga ungmenna á vísindum og miðla vísindalegri þekkingu á lifandi og skemmtilegan hátt.