Hefur þú einhvern tíma horft á eld loga í eldstæði, fundið hitann og séð hvernig eldiviðurinn tekur breytingum? Hefur þú pælt í því hvað er að gerast þegar eldur logar? Hvað gerist þegar viðurinn brennur og skilur eftir sig ösku? Björgvin Ívar fræðir okkur um málið.
Duration : 2m Maturity Level : all
Allt í kringum okkur er efni. Alls kyns efni. En hvað er efni eiginlega? Hvað einkennir mismunandi efni? Hvernig tala efnafræðingar um efni? Í þessum þætti fer Björgvin Ívar yfir málið.
Duration : 3m Maturity Level : all
H2O er efnatáknið fyrir vatn. En hvað er efnatákn?
Hvað gerist þegar vatn gufar upp? Við hvaða hitastig bráðnar járn? Í þessu myndbandi segir Björgvin Ívar okkur allt um ham efnis.
Lotukerfið er mjög mikilvægt verkfæri fyrir efnafræðinga. Ef maður skilur það er hægt að lesa út úr því margt annað en bara nöfn þeirra frumefna sem þekkt eru. Í þessum þætti fræðir Björgvin Ívar okkur um lotukerfið.
Duration : 5m Maturity Level : all
Frumeindir eða atóm eru minnstu einingar efnis. En hvernig er minnsta eining efnis sett saman? Björgvin Ívar segir okkur allt um frumeindir í þessum þætti.
Efnasambönd geta sundrast og ný efnasambönd geta orðið til. Þegar þetta gerst köllum við það efnabreytingar eða efnahvörf. Björgvin Ívar segir okkur meira um efnahvörf í þessum þætti.