Hver var Egill Skallagrímsson? Hver var Guðrún Ósvífursdóttir? Hversu sterkur var Grettir sterki? Þeir Oddur og Hjalti segja okkur allt um Íslendingasögurnar í þessari skemmtilegu þáttaröð.
Maturity Level : all
Saga" er regnhlífarhugtak sem samanstendur af liðnum atburðum sem og minni, uppgötvun, söfnun, skipulagi, framsetningu og túlkun þessara atburða. Í þessari þáttaröð þá gerum við sögufrægum persónum skil í formi mola.
Við þurfum öll að hugsa vel um umhverfið okkar, en hvernig förum við að því? og hvað þýðir það?
Við skiljum sögu mannkyns í gegnum listina. Frá forsögulegum lýsingum á bisonum til samtímaabstrakts, hafa listamenn fjallað um tíma sinn og stað í sögunni og tjáð algildan sannleika í tugþúsundir ára.
Í þessari þáttaröð fer Atla yfir ýmis atriði sem tengjast kynhneigð, kynvitund, kynleiðréttingum og réttindabaráttu hinsegin fólks.
Vissir þú að þú ert áhrifavaldur? Um leið og þú komst í heiminn hafðir þú áhrif á umhverfið þitt. Í þessari þáttaröð fer Hjalti Halldórsson yfir mismunandi hlutverk okkar í samfélaginu og hvernig fjölskyldan og samfélagið mótar okkur.
Í þessum þáttum fáum við að kynnast ævintýrum (og vandræðum) Lalla um víða veröld. Sem betur fer er vélmennið Vélinda honum innan handar og aðstoðar hann við að finna réttu leiðina heim um leið og hún fræðir Lalla og áhorfendur um heima og geima.
Til hvers er lýðræði mikilvægur partur af okkar samfélagi? Hjalti fer yfir með okkur hvers vegna lýðræði er mikilvægt og hvernig það virkar
Hvað er víkingur og hvernig var lífið á víkingaöld? Í þessari þáttaröð fer Stefán Andri Gunnarsson með okkur í ferðalag um heim víkinganna.
Landafræði getur kennt okkur margt um umhverfið sem við búum í og hjálpað okkur að skilja hvernig við höfum áhrif á umhverfið okkar. Í þessari þáttaröð fer Hjalti Halldórsson yfir landafræði á skemmtilegan hátt.
Hvað er nýsköpun? Hvað er frumkvöðull? Hvernig fær maður hugmyndir? Hvernig þróar maður og mótar hugmyndir og umbreytir í söluvöru? Hvað er viðskiptaáætlun? Hvað er markhópur? Í þessari þáttaröð segir Svava Bjök Ólafsdóttir okkur allt um frumkvöðla og nýsköpun.